Laugar Spa Gua Sha

Fullt verð 3.990 kr.
Útsöluverð 3.990 kr. Fullt verð
Skattur innifalinn

Gua sha steinninn er notaður í hefðbundinni kínverskri læknisfræði til að örva blóðflæði og stuðla að losun stífleika og eiturefna úr líkamanum. Með gua sha nuddinu er steinninn dreginn yfir húðina til að losa um spennu, bæta blóðrás, og draga úr bólgum. Þetta getur hjálpað til við að lina verk og styðja við almenna vellíðan. Gua sha er einnig vinsælt í andlitsnuddi til að minnka bólgur, bæta útlit húðarinnar, og draga úr fínum línum.

Kostir:

  • Örvar blóðrás og sogæðakerfið
  • Dregur úr bólgum og þrota
  • Eykur náttúrulegan ljóma húðarinnar
  • Sléttir úr fínum línum og hrukkum
  • Mýkir stífa vöðva og losar um spennu

Notaðu Gua Sha á andlitið, hálsinn og axlirnar til að upplifa náttúrulega endurnýjun húðarinnar á einfaldan og áhrifaríkan hátt.


Notkunarleiðbeiningar:

  1. Undirbúðu húðina: Berðu á þig serum eða andlitsolíu til að hjálpa Gua Sha að renna mjúklega yfir húðina án þess að toga eða pirra hana.

  2. Notaðu réttan þrýsting: Haltu tækinu í sléttum, 45 gráðu halla við húðina og beittu léttum til miðlungs þrýstingi.

  3. Byrjaðu á hálsinum: Byrjaðu neðst á hálsinum og renndu Gua Sha tækinu upp í átt að kjálka. Endurtaktu hreyfinguna 3-5 sinnum á hvorri hlið.

  4. Andlit: Farðu yfir kinnbein og kjálka með sömu hreyfingu, frá miðju andlitsins út á við. Notaðu minni hliðar tækisins til að meðhöndla viðkvæma staði eins og undir augunum og kringum nef.

    Renndu tækinu frá enni að hársvörð í mjúkum, rólegum hreyfingum. Endurtaktu eins oft og þér hentar.

  5. Endurtaktu reglulega: Fyrir bestu árangur mælum við með að nota Gua Sha 3-4 sinnum í viku.

Hér má sjá myndand sem sýnir góða tækni við notkun Gua Sha:

  • Sendingarkostnaður: 790 kr um allt land. Frí heimsending yfir 15.000 kr